FréttanetiðFólk

Þrjár setningar… sem þú átt ALDREI… að segja við barnið þitt

Foreldrahlutverkið er það mikilvægasta sem margir takast á við um ævina en það getur oft tekið á – sérstaklega þegar börn komast á unglingsaldurinn.

Á vefritinu Popsugar er farið yfir þrjár setningar sem á alls ekki að segja við börn í skoðanaskiptum – alveg sama hvernig barnið hagar sér. Vegna þess að ef maður talar illa við barnið sitt getur það haft hrikaleg áhrif á barnið seinna meir á ævinni.

Hér koma setningarnar þrjár og setningar sem hægt er að nota í staðinn fyrir þær:

1. Þú ert að gera mig brjálaða/n!

Segðu frekar: Mér líkar ekki þessi hegðun, í staðinn fyrir að nota sektarkennd til að fá barnið til að gera það sem þú vilt. Þú verður að segja barninu af hverju þessi hegðun er ekki í lagi og útskýra fyrir því hvernig er hægt að breyta hegðunarmynstrinu. Hjálpaðu barninu að skilja hvað þér mislíkar en ekki varpa allri ábyrgðinni yfir á það.

2. Hvað er að þér?

Þetta getur valdið því að barnið skammast sín fyrir sig sjálft og getur haft vond áhrif á barnið þegar það vex úr grasi. Segðu frekar: Mér líkar ekki þegar þú ____. Þetta hjálpar þeim að skilja hegðun sína.

3. Gerðu þetta, annars er mér að mæta!

Þessi frasi notar hræðslu til að fá barnið til að breyta hegðun sinni og það kennir því að það getur fengið það sem það vill í gegnum árásargirni. Betri kostur er að segja: Þegar þú gerir þetta þá líður mér ____. Þá finnur barnið til með þér og breytir hegðun sinni út af því.