FréttanetiðHeimili

Þrífðu RIMLA-GLUGGATJÖLDIN… á þrjátíu sekúndum – HÚSRÁÐ

Það getur verið hræðilega leiðinlegt og erfitt að þrífa rimlagluggatjöld sem veldur því að maður gerir það nánast aldrei. Jú, kannski núna, korter í jólin.

En þú hefur enga afsökun til að sleppa því ef þú ferð eftir þessu einfalda húsráði.

Blandaðu saman vatni og hvítu ediki í jöfnum hlutföllum, klæddu þig í gamlan (en hreinan) sokk, dýfðu sokknum í edikblönduna og finndu prúðuleikarann í þér og strjúktu af rimlunum.