FréttanetiðHeilsa

Þráirðu súkkulaði ÁN SAMVISKUBITS í morgunmat? Þá er þetta eitthvað fyrir þig – UPPSKRIFT

Þessi hafragrautur er algjör snilld ef súkkulaðiþörfin er alveg að fara með þig en þessi uppskrift er í tvo til þrjá stóra skammta.

Súkkulaðigrautur

Hráefni:

120 g haframjöl

150 ml kókosmjólk

150 – 200 ml möndlumjólk

3 msk kakó

1 banani

1 tsk chia-fræ (ef vill)

1 tsk hnetusmjör (ef vill)

Aðferð:

Maukið bananann og bætið honum saman við haframjöl, kókos- og möndlumjólk, kakó, chia-fræ og hnetusmjör í potti. Leyfið þessu að malla á meðalhita þar til haframjölið er búið að sjúga mjólkina í sig. Takið af hellunni, skellið í skálar og toppið með ávöxtum að eigin vali.

Chocolate-Oats-6-von-52