FréttanetiðMatur & drykkir

Þið trúið því ekki… hvað er LEYNIHRÁEFNIÐ… í þessari eggjahræru – UPPSKRIFT

Hver hefur sinn hátt á þegar kemur að eggjum. Sumir vilja sín soðin, aðrir steikt og enn aðrir vilja fá sér eggjahræru. Fyrir síðastnefnda hópinn er þessi eggjahræra fullkomin. Hún er ekki bara stórkostlega góð á bragðið heldur inniheldur leynihráefni sem lyftir henni upp á aðrar hæðir. Og hvert er leynihráefnið? Jú, appelsínusafi.

Unaðsleg eggjahræra

Hráefni:

5 egg

2 msk appelsínusafi

2 msk mjólk

2 msk sýrður rjómi1 msk graslaukur, fínt saxaður

1 msk smjör

salt og pipar

Aðferð:

Þeytið saman egg, appelsínusafa, mjólk, sýrðan rjóma og graslauk í um þrjár mínútur. Hitið pönnu yfir meðalhita og bræðið smjörið á henni. Hellið eggjablöndunni á pönnuna og eldið þar til hún er tilbúin og gullbrún á botninum. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.