FréttanetiðMatur & drykkir

Þið trúið ekki hvað gerir þessa köku svona DJÚSÍ… og það er enginn hvítur sykur í henni – UPPSKRIFT

Þessi kaka er algjör draumur en það sem gerir hana svona djúsí og flotta er lárpera. Já, þú last rétt – lárpera. Þessi kemur á óvart!

Lárperubrúnka

Hráefni:

1 stór lárpera, maukuð

100 g dökkt súkkulaði, brætt

2 egg

1 tsk vanilludropar

1/2 bolli hunang

1/3 bolli hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1/2 bolli heslihnetur, saxaðar

1/4 bolli kakó

smá salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Blandið lárperu, súkkulaði, eggjum, vanilludropum og hunangi vel saman. Blandið hveiti, lyftidufti, hnetum, kakói og salti saman í annarri skál. Hrærið þurrefnunum varlega saman við lárperublönduna. Smyrjið form, 20×20 sentímetra, og hellið blöndunni í það. Bakið í 20 til 30 mínútur. Leyfið kökunni aðeins að kólna og njótið.

Make-your-own-avocado-brownies-with-no-sugar