FréttanetiðMatur & drykkir

Þið hafið ALDREI smakkað ristað brauð eins og þetta… þvílíkt lostæti – UPPSKRIFT

Þetta brauð er svo gott að það er hægt að borða það hvenær sem er – í morgunmat, hádegismat eða kvöldmat. Nammi namm!

Ristað brauð með lárperu

Hráefni:

1/2 tsk skalottlaukur, fíntsaxaður

1 bolli spínat

2 stórar eggjahvítur eða 1 stórt egg, aðeins þeytt

salt og pipar

1 sneið gróft brauð, ristað

1/2 lárpera

2 tómatar, skornir í sneiðar

Aðferð:

Setjið skalottlauk og spínat á pönnu og eldið yfir meðalhita þar til spínatið hefur skroppið saman. Setjið í skál og setjið til hliðar.

Hellið eggjahvítu eða eggi á pönnuna, kryddið með salti og pipar og eldið í um 2 mínútur. Merjið lárperuna með gaffli og dreifið maukinu á brauðsneiðina. Setjið spínatblönduna ofan á lárperuna, síðan eggin og síðan tómatsneiðarnar. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Berið strax fram.