FréttanetiðFréttir

Þið hafið ALDREI séð… svona klappstýrudans áður… margir felldu tár… öðrum finnst þetta smekklaust – MYNDBAND

Klappstýrur í Lumberton-miðskólanum í Texas buðu upp á öðruvísi dansrútínu til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárásinni í New York 11. september árið 2001.

Stúlkurnar notuðu meðal annars athugasemdir frá þáverandi forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, og fréttaskýringar frá þessum örlagaríka degi í rútínunni sinni en myndband af dansinum hefur vakið misjöfn viðbrögð.

Sumum finnst þessi túlkun afar smekklaus en aðrir hrósa stúlkunum fyrir dansinn og segjast hafa fellt tár við að horfa á hann. Hvað finnst ykkur?