FréttanetiðHeilsa

Þetta vissirðu POTTÞÉTT ekki – fimm leiðir sem þú getur smitast…af kynsjúkdómi

Maður þarf sko aldeilis ekki að stunda kynlíf til að fá kynsjúkdóm. Hér eru fimm leiðir til að smitast sem koma ykkur pottþétt á óvart.

1. Varasalvi

Maður verður að hafa í huga að það eru til tvær tegundir af herpes og önnur þeirra herjar á munninn. Það er því alveg bannað að nota annarra manna varasalva – alveg sama hve þurrar varirnar þínar eru. Það ber líka að varast að nota varalit annarra og fá sér smók af sígarettum annarra.

2. Rök handklæði

Bakteríur elska rök, hlý handklæði. Mundu að hengja handklæðin þín alltaf upp til þerris en ekki skilja þau á víð og dreif um heimili þitt. Það er ekki bara sóðaskapur heldur getur líka reddað þér eitt stykki kynsjúkdóm.

3. Ljósabekkir

Allur þessi hiti drepur ekki bakteríurnar. Þrífðu bekkinn í guðanna bænum – bæði fyrir og eftir notkun!

4. Rakvélar

Þegar þú rakar þig opnarðu húðina með litlum skrámum og það eru kjöraðstæður fyrir sýkingu. Vertu frekar með brúsk en að fá lánaða rakvél hjá vini þínum.

5. Notuð kynlífsleikföng

Ókei, þú ert væntanlega ekki að fara að fá kynlífsleikföng lánuð en þú verður að sótthreinsa þín eigin þó það sért bara þú að nota þau. Þau geta nefnilega dregið í sig alls kyns bakteríur og viðbjóð.