FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta SÚKKULAÐISÍRÓP klikkar ekki út á ís… og er fáránlega EINFALT – UPPSKRIFT

Við grennumst ekki því við ætlum að búa til þetta súkkulaðisíróp aðeins of oft. Af hverju? Jú, út af því að það er unaður út á ís, pönnukökur eða bara hvað sem er.

Súkkulaðisíróp

Hráefni:

1 bolli kakó

1 bolli sykur

1/4 tsk salt

1 bolli vatn

1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Blandið kakói, sykri og salti saman í lítilli skál. Hitið vatn og vanilludropa í litlum potti yfir meðalhita. Blandið kakóblöndunni varlega saman við með písk þar til blandan er silkimjúk. Látið blönduna sjóða létt og hrærið stanslaust í henni í 5 mínútur eða þar til blandan hefur þykknað. Sírópið mun síðan þykkna meira þegar það kólnar þannig að ef þú vilt þykkara síróp þá leyfirðu því að sjóða aðeins lengur. Hellið í krukku með góðu loki en sírópið geymist í allt að þrjá mánuði í ísskáp. Hitið aðeins fyrir notkun.