FréttanetiðÚtlit

Þetta par er búið að eyða tæpum 40 MILLJÓNUM í lýtaaðgerðir… til að líta út eins og Barbie og Ken – MYNDIR

Anastasia Reskoss, 20 ára, og kærasti hennar, Quentin Dehar, 23 ára, eru búin að eyða meira en þrjú hundruð þúsund dollurum, tæpum fjörutíu milljónum króna í lýtaaðgerðir til að líta út eins og dúkkurnar Barbie og Ken.

Screen Shot 2015-10-21 at 9.20.11 AM

Parið er búið að fara í meira en fimmtán aðgerðir, þar á meðal eru þau búin að fara í nefaðgerð, láta fyllingu í kinnar sínar, fá Botox-sprautur og Anastasia er búin að fara í brjóstastækkun. Og þau eru hvergi nærri hætt. Anastasia vill stækka brjóst sín meira, laga eyru sín, láta fjarlægja poka undir augum og laga tennur sínar. Quentin vill meira Botox og fyllingu í brjóstkassa sinn. Þá er einnig á stefnuskránni hjá parinu að breyta nöfnum sínum í Barbie og Ken eins og Daily Mail segir frá.

Screen Shot 2015-10-21 at 9.20.15 AM

Anastasia ólst upp í Sankti Pétursborg í Rússlandi og átti meira en hundrað Barbie-dúkkur. Hún leit á dúkkurnar sem það fallegasta í heiminum. Sama má segja um Quentin. Hann kynntist Anastasiu árið 2013 og fljótlega komust þau að því að þau voru bæði með þessar klassísku dúkkur á heilanum. Þetta var ást við fyrstu sýn.

Screen Shot 2015-10-21 at 9.20.20 AM