FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta köllum við sko KARTÖFLUSALAT… sem bragð er af – UPPSKRIFT

Þið bara verðið að prófa þetta dásamlega kartöflusalat í kvöld því það er í einu orði sagt stórkostlegt!

Sætkartöflusalat

Hráefni:

500 g kartöflur, án hýðis og skornar í lítla kubba

6 beikonsneiðar, skornar smátt

1 kg sætar kartöflur, án hýðis og skornar í litla kubba

3 msk ólífuolía

1/2 bolli chili pipar, saxaður

1/2 rauðlaukur, saxaður

115 g fetaostur

1/2 tsk sjávarsalt

1 tsk svartur pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur. Setjið kartöflurnar á aðra plötuna, setjið beikonsneiðarnar ofan á kartöflurnar og hellið síðan 1 matskeið af ólífuolíu ofan á og dreifið salti og 1/2 teskeið af pipar ofan á. Bakið í 40 mínútur en snúið kartöflunum við eftir 20 mínútur.

Hrærið 2 matskeiðum af ólífuolíu saman við sætu kartöflurnar og saltið þær og piprið. Setjið þær á hina ofnskúffuna og bakið í 25 til 30 míntur og snúið þeim eftir 25 mínútur.

Leyfið kartöflunum að kólna aðeins áður en þið blandið þeim saman við chili pipar og lauk. Myljið festaost og dreifið ofan á salatið og kryddið meira ef þarf.