FréttanetiðSamskipti

Þetta kallar maður ÁST… hún missti hárið eftir geislameðferð… þannig að kærastinn SNOÐAÐI sig

Allie Allen er miðskólanemandi í Kentucky í Bandaríkjunum sem berst nú við heilakrabbamein í annað sinn. Hún missti hárið í síðasta mánuði vegna geislameðferðar og það fékk á hana því heimkomuballið, sem skiptir Bandaríkjamenn miklu máli, var á næsta leiti.

Brayden Carpenter bauð Allie á ballið og ákvað að sýna stuðning í verki með því að snoða sig. Hann lét Allie ekki vita og mætti heim til hennar fyrir ballið og kom henni á óvart.

Allie er dansari og klappstýra en getur ekki dansað til stuðnings sínu liði vegna þess að hún er í geislameðferð núna. Allie er ekki eini meðlimur sinnar fjölskyldu sem berst við krabbamein. Móðir hennar er með brjóstakrabbamein og afi hennar lést úr krabbameini í heila í mars síðastliðnum.

Fallegt par.

Fallegt par.