FréttanetiðHeimili

Þetta JÓLAFÖNDUR á eftir að slá í gegn í jólaboðinu… og krakkarnir eiga eftir að elska þetta – MYNDIR

Það er svo gaman að föndra fyrir jólin, sérstaklega með börnunum, en hér er jólaföndur sem hver sem er getur gert og á eftir að lífga upp á jólaborðið.

Flöskuhreindýr

Hráefni:

brúnn pípuhreinsari

rauðir dúskar

fönduraugu

lím

Aðferð:

Byrjið á því að taka 2 pípuhreinsara og vefja þeim saman og búa til hring í miðjunni sem er nógu stór til að hann komist á flöskuháls.

making-a-christmas-reindeer-bottle-topper

Setjið pípuhreinsarann á flöskuháls og snúið endunum upp. Klippið af endunum og notið það til að búa til horn á hreindýrið.

shaping-the-antlers-for-a-christmas-reindeer-bottle-topper

Límið dúsk fyrir nef og tvö augu á dýrið og þá er það tilbúið!

adding-features-to-christmas-reindeer-bottle-toppers