FréttanetiðHeimili

Þetta húsráð er algjör SNILLD – svona þrífurðu naglalakk af gólfinu

Það hafa eflaust margir lent í því að hella niður naglalakki á gólfið og ekki haft hugmynd um hvernig á að þrífa það upp. En ef þú fylgir þessum fimm einföldu skrefum verður það leikur einn.

1. Reynið að þrífa upp lakkið sem fyrst. Því lengur sem það er á gólfinu, því erfiðara verður að þrífa það.

2. Hellið naglalakkaeyði yfir lakkið og leyfið því að liggja á blettinum í um mínútu. Þrífið það síðan upp með bréfþurrkum.

3. Skrúbbið gólfið með góðu hreinsiefni til að fjarlægja bletti sem enn eru á gólfinu.

4. Ef blettirnir vilja ekki fara getið þið spreyjað hárspreyi á þá og látið það vera á blettunum í nokkrar mínútur. Hreinsið síðan með bréfþurrkum.

5. Þegar þið eruð búin að hreinsa upp allt þrífið þá flötinn með volgu sápuvatni.