FréttanetiðHeimili

Þetta hreinsiefni…drepur MYGLUSVEPP…og þú getur búið það til heima – UPPSKRIFT

Ef þú ert komin/n með leið á myglusvepp heima hjá þér skaltu blanda í þetta hreinsiefni eins og skot. Það getur ekki hreinsað myglubletti sem eru fyrir en það getur tryggt að myglusveppurinn fer og kemur aldrei aftur.

Ofurhreinsir

Hráefni:

1/2 bolli vatn

1/2 bolli hvítt edik

20 dropar tea tree-olía

lítill spreybrúsi

Aðferð:

Blandið vatni og ediki vel saman í spreybrúsanum. Bætið því næst olíunni saman við og hristið vel. Spreyið þessu yfir myglusvæðið og ekki þrífa það af. Best er að nota spreyið daglega til að ná sem bestum árangri í baráttunni við sveppinn.