FréttanetiðÚtlit

Þetta höfum við aldrei séð… sjáðu hvernig andlitslyfting er framkvæmd… án skurðaðgerðar – MYNDBAND

Svokallaðar þráðalyftingar, eða thread lifting, hafa verið mjög vinsælar í Suður-Kóreu en nú er æðið búið að teygja anga sína til Bretlands.

Þráðalyfting er í raun andlitslyfting án skurðaðgerðar. Í þráðalyftingu eru notaðir PDO-þræðir sem örva kollagen og gera húðina stinnari og lyfta augabrúnum, kinnum, kjálka og svæðinu undir hökunni. Eingöngu er um að ræða staðbundna deyfingu og þarf ekki að svæfa sjúklinga sem þýðir að sjúklingar eru fljótari að jafna sig.

PDO-þræðirnir eru hundrað prósent náttúrulegir og brotna niður í líkamanum á sex til átta mánuðum. Andlitslyftingin getur hins vegar dugað í 15 mánuði og upp í þrjú ár.