FréttanetiðHeilsa

Þetta gerist… þegar þú burstar EKKI tennurnar

Það er mikilvægt að huga að tannheilsu en ef þú gerir það ekki getur það haft alvarlegar afleiðingar.

1. Streita

Fólk sem á erfitt með að standast álag í vinnu eða samböndum er í meiri hættu að fá tannskemmdir. Ekki er ljóst hvort að streitan valdi því að fólk hugsar illa um tennurnar eða hvort streitan og það sem henni fylgir éti tennurnar upp en þeir sem eru undir miklu álagi ættu allavega að minna sjálfa sig á yfir daginn að bursta tennur og nota tannþráð.

2. Sykursýki

Mikið af bakteríum í munni geta ýtt undir sykursýki þannig að ef þú ert í áhættuhópi ætturðu alltaf að ganga með tannþráð og sykurlaust tyggjó á þér til að hreinsa munninn eftir máltíðir.

3. Vitsmunavandamál

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem vanræki tannhreinsun séu líklegri til að fá sjúkdóma á borð við Alzheimer.

4. Beinþynning

Beinin styrkjast ef þú heldur tönnum og tungu hreinum. Of mikið af bakteríum í munni geta safnast saman í kinnum og gert það að verkum að vefir í munni rotna og ónæmiskerfi líkamans veikist.

5. Hjartasjúkdómar

Mikið af bakteríum í munni geta leitt til þess að sýklar fjögla sér sem hafa verið tengdir við uppsöfnun tannsýkla í slagæðum. Þeir sýklar auka hættu á hjartaáfalli og heilablóðfalli.