FréttanetiðÓflokkað

Þetta gerist í líkamanum… fyrsta klukkutímann… eftir að þú borðar BIG MAC-HAMBORGARA… algjörlega magnað

Skýringartexti sem segir hvað gerist í líkamanum fyrsta klukkutímann eftir að þú borðar Big Mac-hamborgara frá McDonald’s fer nú eins og eldur um sinu um internetið.

Hér má sjá skýringartextann á ensku en hér fyrir neðan höfum við lauslega þýtt hvað gerist fyrir líkama þinn ef þú færð þér einn af þessum vinsælu hamborgurum. Auðvitað er eitt og eitt skipti í lagi, enda allt best í hófi, en þeir sem venja sig á að borða skyndibita og ruslfæði á hverjum degi ættu að hugsa sinn gang.

Fyrstu 10 mínúturnar

Heilinn okkar vill frekar fæðu sem er kaloríurík

Í hefðbundnum Big Mac-hamborgara eru 540 kaloríur og hækkar hann blóðsykurmagnið í líkamanum óeðlilega mikið. Ruslmatur lætur heilann framleiða meira dópamín sem eykur vellíðunartilfinningu. Þetta ferli er svipað og þegar fólk neytir fíkniefna og leiðir af sér mikið át.

Eftir 20 mínútur

Ávanabindandi sykur

Vissirðu að það er mikið natríum og síróp gert úr maíssterkju í Big Mac-hamborgarabrauði? Bæði þessi hráefni eru fíkniaukandi og gera það að verkum að líkaminn heimtar meira. Þetta eru einnig hættuleg hráefni sem geta valdið offitu, sykursýki og hjartasjúkdómum.

Eftir 30 mínútur

Natríum ræðst á líkamann

Í Big Mac eru 970 milligröm af natríum. Svona mikið magn af salti getur leitt til ofþornunar. Einkenni ofþornunar eru svipuð og hungur og geta blekkt þig í að borða meira. Of mikið magn af natríum gerir nýrunum erfitt fyrir að vinna úr salti. Þessi stóri skammtur af natríum lætur líka hjartað vinna hraðar til að pumpa blóði í æðarnar. Þetta veldur háum blóðþrýstingi og getur að lokum leitt til hjartasjúkdóma og heilablóðfalls.

Eftir 40 mínútur

Þig vantar meira!

Ertu enn svangur/svöng eftir að hafa borðað Big Mac? Það er af því að þú ert búin/n að missa stjórn á blóðsykrinum sem gerir það að verkum að þú þráir meiri skyndibitamat.

Í fyrsta sinn sem þú borðar máltíð sem er kaloríurík getur glúkósamagnið í líkamanum lækkað og því langar þig að borða meira.

Eftir 60 mínútur

Hæg melting

Vanalega tekur það líkamann 24 til 72 klukkutíma að melta mat. Hamborgarar eru hins vegar lengur að fara í gegnum kerfið því þeir eru fitugri. Það getur tekið líkamann allt að þrjá daga að melta einn Big Mac.

Það tekur líkamann um það bil 51 dag að melta transfitu. Í Big Mac eru 1,5 grömm af transfitu. Rannsóknir hafa sýnt að transfita getur valdið hjartasjúkdómum, offitu, krabbameini og sykursýki.