FréttanetiðHeilsa

ÞETTA gerist í LÍKAMA þínum… þegar þú HÆTTIR að drekka KÓK

Miklar breytingar verða á líkama þínum daginn sem þú hættir að drekka gos – þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða sykraða gosdrykki eða drykki sem innihalda gervisætu.  Það er á hreinu að þú léttist,  þú dregur stórlega úr hættu á að fá sykursýki eða jafnvel mígreni.

Sterk bein
Ef þú hættir að drekka gos þá dregur þú úr hættu á beinbroti. Þú viðheldur sterkari beinum ef þú sneiðir hjá kók-drykkju.  Rannsókn sem gerð var í Tufts háskólanum sýndi fram á að konur sem drekka gos daglega hafa lægri beinþéttni og eiga því á hættu á beinþynningu þegar þær eldast. Það sem meira er þá er munurinn á beinþéttni-stigum milli kvenna sem drekka gos og þeirra sem drekka ekki gosdrykki 40%.

Minni líkur á sykursýki
Tímaritið Diabetes Care birti rannsókn sem sýndi fram á að regluleg neysla gosdrykkja er tengd við 67% aukna hættu á að fólk fær sykursýki af gerð-2.

Þyngdartap
Fjölmargir drekka diet-gosdrykki því þeir halda að með því að þamba gos þá fitna þeir ekki. Þetta er algjör blekkingarleikur. Sykur eða gervisykur í gosdrykkjum breytir þarma bakteríum og þannig hefur gosdrykkja áhrif á meltingu og efnaskiptingu matvæla í líkamanum. Ef þú hættir að drekka gos þá breytist hungurtilfinning þín á magnaðan hátt og þú minnkar mittismálið frekar en hitt. Þetta er margsannað.

Bragðskyn breytist
Bragðlaukar sem eru vanir gervi-sætuefni í gosdrykkjum eins og aspartam sem er 200 sinnum sætari en sykur eða súkralósi sem er 600 sinnum sætari en sykur eru gjörsamlega í ruglinu.  Þessi sætuefni sjá til þess að bragðskynið brenglist.  Ef þú hættir neyslu gosdrykkja þá verður þú fyrst fær um að njóta þess að finna rétt bragð af öllu sem þú setur inn fyrir þínar varir.

Hausverkur og mígreni hverfa
Gervi sætuefni í gosdrykkjum breytir taugamerkjum sem heilinn fær við gosdrykkjuna. Áhrif sem gos hefur á miðju heilans veldur kvíða, minnisleysi, svefnleysi, og mígreni.  Ef þú hættir að drekka þessa skaðlegu gosdrykki þá mun til að mynda höfuðverkur hverfa. Minni lagast að sama skapi.

Nýrnastarfsemin verður góð
Regluleg notkun á gosdrykkjum getur leitt til nýrnasjúkdóma og hnignun nýrnastarfseminnar. Niðurstöður 11 ára rannsókn vísindamanna við Brigham og Women sjúkrahúsið í Boston sýna fram á að neysla á gosi er náskyld nýrna-sjúkdómum hjá konum á aldrienum 30-55 ára.  Hlutverk nýrnanna er að sía eiturefni og úrgang frá blóðinu svo það þarf að vinna yfirvinnu til að losna við öll skaðlegu efnin sem fara í gegnum líkamann. Nýrun byrja fyrst að vinna almennilega þegar þú hættir að drekka kók.

Hollara fæði
Þar sem þessir gosdrykkir innihalda ekki hitaeiningar þá á fólk það til að borða kaloríumiklar máltíðir samhliða drykkjunni eins og pizzur og hamborgara eða jafnvel sælgæti. Ef þú hættir að drekka gos þá verður þú meðvitaðri um hollustu og mikilvægi þess að borða hreint mataræði.

Þetta myndband skaltu horfa á: