FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta gerist ekki mikið betra… en jarðarberja- og rabarbarabúðingur… nammi namm – UPPSKRIFT

Langar þig í frískandi eftirrétt sem er ekki dísætur? Þá er þetta eftirrétturinn fyrir þig og sérstaklega gaman að gera hann.

Jarðarberja- og rabarbarabúðingur

Hráefni:

250 g jarðarber, fersk eða frosin

250 g rabarbari, ferskur eða frosinn

1/3 bolli vatn

1/2 tsk kanill

1/4 tsk sjávarsalt

fræ ú 1 vanillustöng

1/2 bolli sætuefni (ef vill)

2 stór egg

1/2 bolli rjómi

Aðferð:

Skerið jarðarber og rabarbara í stóra bita. Setjið bitana í vatnið yfir meðal hita og leyfið þessu að sjóða. Þegar blandan fer að sjóða lækkið hitann og leyfið þessu að malla í 4 til 5 mínútur. Bætið kanil, salti, sætuefni og vanillufræjum út í og hrærið vel. Takið af hitanum og notið töfrasprota til að mauka blönduna.

Aðskiljið eggjarauðurnar frá eggjahvítunum og setjið í sitthvora skálina. Handþeytið rauðurnar og bætið síðan einni ausu af berjablöndunni við á meðan þið hrærið.  Bætið annarri ausu við á meðan þið hrærið og hellið þessu síðan í pottinn með allri berjablöndunni. Hitið aftur yfir meðalhita og hrærið í allan tímann í 3 til 5 mínútur, eða þar til blandan er farin að þykkna. Takið af hitanum og leyfið blöndunni að kólna alveg, við stofuhita eða inni í ísskáp.

Stífþeytið eggjahvíturnar í skál. Þeytið rjómann í annarri skál. Blandið eggjahvítunum varlega saman við berjablönduna og síðan rjómanum. Setjið í fallegar skálar og kælið í að minnsta kosti 2 klukkutíma.