FréttanetiðHeilsa

Þetta gerist…ef þú borðar SYKUR

Með framþróun tækninnar sem hefur haft í för með sér miklar breytingar á neyslumynstri mannsins höfum við tileinkað okkur ýmsa matar-ósiði sem hafa í för með sér fleira slæmt en gott. Sykur er líkamanum nauðsynlegur en mjög slæmur ef hann er notaður í of stórum skömmtum. Mannfólkið getur í raun ekki komið í veg fyrir sykurneyslu hvaða fæðu sem það velur sér. En það er í raun ákjósanlegt að neyta sem mest fæðu sem hefur í sér náttúrulegan sykur eins og ávaxta-, hungangs- og líka mjólkursykur. Vegna þess hvað fæða með náttúrulegum sykri er í raun sjaldgæf erum við tilneydd til að leita annarra leiða til að fá sykur eins og í brauði, kökum, ís og svo framvegis. Sykur er líkamanum í raun ekki lífsnauðsynlegur. Í þessari grein fræðistu um hvað gerist í líkamanum um leið og þú hættir sykurneyslu.

Meiri orka
Neysla á sykri eykur hindrun á náttúrulegri hæfni líkamans til að viðhalda orku-birgðum sínum á hæsta mögulega formi. Sykurneyslan leiðir til ójafnvægis í blóðsykri og þess að hann á það til að falla um of. Sá eða sú sem neytir ekki sykurs kemst ósjálfrátt hjá þessum aukaverkunum, líkaminn verður í góðu ásigkomulagi til að framleiða og auka við orku sína. Þess vegna eru fæðutegundir sem innihalda mikla orku en lítinn eða engan sykur ákjósanlegar.

Hægt verður að ná kjörþyngd
Tíð neysla sykurs leiðir til þyngdaraukningar. Fólk ætti að passa sig að neyta meira af sykurlausu eða snauðu fæði. Hrein aukning á þyngd fæst með aukningu á sykurneyslu sérstaklega hjá fullorðnum.  Tíð neysla á sykruðum drykkjum eins og til dæmis bjór sem inniheldur bygg leiðir til útblásins og feits maga sem eykur líkamsþyngd. Forðast ber sykraða drykki ef maður óskar þess að ná kjörþyngd og lifa heilsumsamlega.

Þú verður háður sykurneyslu
Því meiri sykur sem þú notar því háðari verður þú honum. Þegar þú hættir að nota sykur og sykraðar fæðutegundir minnkar eða hverfur löngunin í sykurinn. Fólk sem hættir sykurneyslu missir alla löngun í sykur og finnst hann jafnvel vondur. Þetta hjálpar til við að ná fallegri líkamslögun og alhliða líkamshreysti.

Kemur í veg fyrir hættulega langtímasjúkdóma
Sykursýki sem er einn helsti sjúkdómur sem kemur til af of mikilli sykurneyslu getur verið valdur að öðrum langtímasjúkdómum, sem ná þá að blómstra í líkamanum, vegna þess hve veikt ofnæmiskerfið verður. Þegar maður hættir að borða sykur, hverfa þessir áhættuþættir. Lífið verður þægilegra og laust við skugga langtíma sjúkleika.  Rannsóknir sýna að mikil og aukin sykurneysla leiðir til mikillar þyngdaraukningar og hættu á ýmsum langtímasjúkdómum

Í stuttu máli sagt er það að sleppa sykri besta ákvörðunin sem þú getur tekið fyrir sjálfan þig. Það ætti í raun að leggja háa skatta á fæðutegundir sem innihalda hátt hlutfall sykurs og koma í veg fyrir að hægt sé að auglýsa þær fæðutegundir eins mikið og raun ber vitni í þeim tilgangi einum að reyna að bæta heilsu og líf fjöldans. Meiri fræðslu ætti einnig að veita um slæm áhrif sykurneyslu til að koma í veg fyrir hana á skjótan og áhrifaríkan máta.

EH
Fréttanetið