FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta fílum við… GLÚTENLAUS og gómsæt gulrótarkaka… hvað eru mörg G í því? – UPPSKRIFT

Gulrótarkaka er ein af þessum klassískum kökum sem fólk annað hvort elskar eða hatar. Þessi gulrótarkaka er ekki bara glútenlaus heldur líka alveg rosalega góð.

Glútenlaus gulrótarkaka

Hráefni – kaka:

2 bollar púðursykur

1 1/2 bolli olía

4 egg

1/3 bolli mjólk

1 tsk vanilludropar

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk kanill

1 tsk salt

1 tsk sætuefni

2 1/2 bolli glútenlaust hveiti

2 1/2 bolli rifnar gulrætur

3/4 bolli pecan-hnetur

Hráefni – krem:

340 g mjúkur rjómaostur

170 g mjúkt smjör

900 g flórsykur

2-3 msk mjólk eða rjómi

1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Smyrjið 2 hringlaga form og setjið bökunarpappír í botninn. Blandið saman púðursykri, olíu, eggjum og mjólk þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið lyftidufti, matarsóda, kanil, salti, sætuefni og hveitinu saman við og hrærið vel. Saxið hálfan bolla af pecan-hnetum. Bætið gulrætunum og hálfum bolla af pecan-hnetunum saman við deigið. Deilið deiginu á milli formanna og bakið við 180°C í 45 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en kremið er sett á.

Til að búa til kremið er byrjað á því að hræra saman rjómaost og smjör. Síðan er hinum hráefnunum bætt saman við og allt blandað vel saman.

Setjið kremið á milli botnanna og ofan á kökuna og skreytið með pecan-hnetunum sem voru afgangs.

16977353841_0a4dfbd03f_b