FréttanetiðFréttir

Þetta eru SKÍTUGUSTU ávextirnir… sem þú lætur ofan í þig

Samtökin Environmental Working Group, eða EWG, notar gögn frá matvælaeftirliti Bandaríkjanna í nýrri skýrslu sem fer yfir hvaða ávextir og grænmeti, sem ræktað er á hefðbundinn máta, eru mest menguð af eiturefnum, til dæmis af skordýraeitri.

Skítugustu ávextirnir og grænmeti er eftirfarandi:

1. Jarðarber

2. Epli

3. Nektarínur

4. Ferskjur

5. Sellerí

6. Vínber

7. Kirsuber

8. Spínat

9. Tómatar

10. Sætar paprikur

11. Kirsuberjatómatar

12. Gúrka

Hreinustu ávextirnir og grænmeti eru hins vegar:

1. Lárperur

2. Maís

3. Ananas

4. Kál

5. Sætar baunir

6. Laukur

7. Aspas

8. Mangó

9. Papaya

10. Kiwi

11. Eggaldin

12. Honeydew-melóna

13. Greip

14. Kantalópur

15. Blómkál

Nú gætuð þið verið að hugsa að það sé bara nóg að þrífa ávextina og grænmetið á fyrri listanum til að vera öruggur en það er ekki svo. Skýrslan er byggð á rúmlega 35.200 sýnum úr 48 ávöxtum og grænmeti en sýnin eru tekin úr matnum eftir að búið er að þrífa hann.

Vísindamennirnir fundu 146 mismunandi skordýraeitur í þessum ávöxtum og grænmeti en skordýraeitur smýgur inn í matinn og því ekki nóg að fjarlægja einfaldlega börkinn.