FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta eru JÓLAKÖKURNAR í ár… og þær eru stútfullar af Kit Kat – UPPSKRIFT

Ertu nokkuð búin/n að baka allar jólasmákökurnar? Þú bara verður að bæta þessum við – þær eru trylltar!

Kit Kat-smákökur

Hráefni:

225 mjúkt smjör

1 bolli púðursykur

1 bolli sykur

2 egg

1/4 bolli heitt vatn

2 tsk vanilludropar

3 bollar hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 bollar Kit Kat, grófsaxað

1 bolli súkkulaðibitar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Blandið smjöri, púðursykri og sykri vel saman í skál. Bætið eggjunum, vatni og vanilludropum saman við og hrærið vel. Blandið síðan hveitinu, saltinu og matarsódanum saman við. Hrærið Kit Kat-i og súkkulaðibitum saman við með sleif. Búið til litlar kúlur úr deiginu og setjið þær með góðu millibili á bökunarpappírsklæddar ofnplötur. Bakið í 10 til 12 mínútur og leyfið þeim að kólna lítið eitt.