FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er tvímælalaust kaka helgarinnar… sjáiði hvað hún er GIRNILEG – UPPSKRIFT

Vantar þig skothelda köku með kaffinu eða ertu að bjóða fólki í mat um helgina og vilt kóróna máltíðina með frábærum eftirrétti eða vilt bjóða upp á hana með kaffinu? Þá er þetta kakan fyrir þig!

Súkkulaði- og hnetukaka

Hráefni:

6 msk smjör

1 bolli ljós púðursykur

1 1/2 tsk vanilludropar

1/4 tsk salt

1 stórt egg

1 bolli hveiti

1/2 bolli hvítir súkkulaðibitar

1/2 bolli mjólkursúkkulaðibitar

1/3 bolli valhnetur, ristaðar og saxaðar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið kassalaga form. Bræðið smjörið yfir lágum hita. Takið pottinn af hellunni og blandið púðursykri, vanilludropum og salti saman við þar til blandan er kekkjalaus. Hrærið egginu saman við og síðan hveiti, súkkulaði og valhnetum. Blandið öllu vel saman og hellið í formið. Bakið í 25 til 30 mínútur og leyfið kökunni að kólna lítið eitt áður en hún er borin fram.

IMG_4075