FréttanetiðHeimili

Þetta er TÍMAMÓTA-HÚSRÁÐ… það er leikur einn… að ná listaverkum krakkanna af veggjunum

Blessuð börnin gleyma sér stundum í leik og kannast eflaust margir foreldrar við það að finna heilu listaverkin á veggjunum sem getur verið erfitt að þrífa í burtu.

Ef að þú nappar barnið þitt að lita með vaxlitum á veggina geturðu haldið ró þinni því það eina sem þú þarft til að fjarlægja litina er majónes – já, majónes – og tuska.

Berðu einfaldlega majónesið á litina og leyfðu því að liggja á þeim í smá stund. Náðu þér síðan í raka tusku og þvoðu majónesið af. Og vittu til, litirnir fylgja með.