FréttanetiðHeimili

Þetta er það sniðugasta… sem við höfum séð í LANGAN TÍMA… búðu til blómapott úr bréfpokum – SÝNIKENNSLA

Við elskum að finna sniðuga hluti á internetinu og hoppum hæð okkar af gleði þegar við römbuðum inn á þessa síðu. Þar er að finna mjög góða sýnikennslu um hvernig þú getur breytt hefðbundnum IKEA-bréfpoka í fallegan hangandi blómapott á einfaldan máta.

Það sem maður þarf til að gera þetta verkefni eru fyrrnefndir bréfpokar, hringlótt plastílát, pabbahringur í botninn á pottinum, lím, skæri, grillspjót og snæri.

Útkoman er æðislega falleg og við mælum með þessu föndurverkefni á kvöldin yfir sjónvarpinu.