FréttanetiðHeimili

Þetta er svo mikil SNILLD… þú brennir þig aldrei aftur á kaffinu á ferðinni – HÚSRÁÐ

Stundum hefur maður ekki tíma til að búa sér til kaffi heima áður en maður fer í vinnuna eða skóla. Þá grípur maður oft til þess að stoppa í sjoppu eða bensínstöð og taka með sér kaffi í þar til gerðu máli.

Vandamálið er hins vegar að kaffi getur orðið mjög heitt og það tekur langan tíma fyrir það að kólna í ferðamálinu.

Lausnin við þessu er að taka penna og stinga nokkur göt á lokið. Þá kólnar kaffið hraðar og þú getur keyrt um áhyggjulaus í umferðinni.