FréttanetiðHeilsa

Þetta er svo mikið kjaftæði…. ADHD er alls ekki til

ADHD er ekki til.  Hér sérðu ástæðuna fyrir því að frönsk börn eru ekki ofvirk eða með athyglisbrest.

Í Bandarikjunum eru u.þ.b. 9% barna greind með ADHD, athyglisbrest eða ofvirkni og þau eru meðhöndluð með ýmsum lyfjum. Skólakerfið virðist vera hræðilega eftir á takti tímans og er ekki að hjálpa til ef við gætum hugsað okkur hve mikil áhrif það getur haft á ung börn.

Ímyndaðu þér skóla eins og þennan sem James Cameron setti á fót þar sem nemandinn fær að skapa hvað það sem honum kemur til hugar.  Kennararnir ættu að styðja við hugmyndir þínar um það sem þú óskar þér að starfa við í lífinu. Það ætti að vera hægt að vera með skólastofur úti við eða að minnsta kosti í öðruvísi og meira örvandi umhverfi en raun ber vitni.

Það ætti ekki að skylda börn til að sitja í skólastofum liðlangan daginn – það kemur í veg fyrir að þau láti reyna á það hver raunveruleg geta og hæfileiki þeirra er.  Skólakerfið eins og við þekkjum – það þjónar ákveðnum tilgangi sem er tengdur stjórnsýslu og lyfjabransanum.

Í Frakklandi greinast mun færri börn með ADHD en í Bandaríkjunum eða minna en 5%. Þannig að það liggur beinast við að spyrja hvað er að gerast? Sjúkrakerfið í Bandaríkjunum virðist ekki sinna börnunum á jafn hreinskilinn máta og í Frakklandi. Barnasálfræðingar í Bandaríkjunum líta svo á að ADHD sé kvilli af lífrænum toga. Þannig að taugaendarnir sem skjótast um í heilanum séu sérstakar hjá ADHD börnum og hafi ekkert með umhverfi eða félagslegar aðstæður að gera. Þetta er fáránlegt því virkni fólks í raunveruleikanum ákveður hvernig heilinn starfar, hvernig hann vinnur úr upplýsingum og hvaða ólíku efni hann framleiðir.

Við spyrjum af hverju skilja læknar þetta ekki? Franskir barnasálfræðingar tengja ADHD hins vegar við sálræn-félagslegar aðstæður og umhverfisaðstæður. Í stað þess að gefa börnunum lyf, einbeita þeir sér að hegðunarvandamálunum og reyna að finna út hvað veldur vanlíðan hjá barninu. Þeir telja ekki að ADHD fyrirfinnist í heila barnsins heldur komi það til út af samverkandi félagslegum þáttum. Þeir nota sérstakar samtalsmeðferðir, sem er í raun það eina rétta.

Í Frakklandi eru miklu færri börn greind með ofvirkni eða athyglisbrest en í öðrum löndum. Í Bandaríkjunum og fleiri vestrænum löndum er ADHD miklu algengara og stundum er eðlileg athafnaþrá barna skilgreind sem eitthvað sem halda þarf í böndum og gefa lyf við.

Í Frakklandi er vandamálið leyst á heildrænan máta með því að skoða fæðu barnsins og lífsstílshætti. Efni eins og aspartame, gervi-litir og gervi-bragðefni, rotvarnarefni og erfðabreyttar vörutegundir geta haft áhrif og virkni á hegðun barna, sem greind eru með ADHD. Sá sem fann ADHD upp segir að það sé tilbúinn kvilli. ADHD er í raun ekki til, það er bara samfélagið okkar sem er kolruglað.

Þannig að við deyfum heila barnanna okkar með sterkum lyfjum eins og Ritalin og Adderall í þeirri von að róa þau niður þegar börn þurfa í raun hið gagnstæða. Þau þurfa að fá að verða æst, hlaupa um og hreyfa sig og fá útrás fyrir allri þessari orku. Við erum þvílíkt að skaða ungu kynslóðirnar okkar.  Opnum augun fyrir þessari staðreynd. Hún er auðsjáanleg fyrir alla sem opna augun fyrir henni.   – Sjá heimild.
EH
Fréttanetið