FréttanetiðFréttir

Þetta er skrýtið hópefli… hann kemur á skrifstofuna… lætur þig GRÁTA… og þerrar svo tárin

Japanir ætla að byrja að bjóða uppá nýja þjónustu á vinnustöðum frá og með deginum á morgun. Ikemeso er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að lækna fólk með því að láta það gráta.

Hjá Ikemeso starfa eingöngu karlmenn og hægt er að panta þann sem manni líst best á enda eru myndir af þeim öllum á heimasíðu fyrirtækisins. Maðurinn kemur svo á vinnustaðinn þinn og sýnir þér og vinnufélögunum myndband sem á að láta alla fara að gráta. Hann síðan þerrar tárin ykkar og yfirgefur staðinn.

Samkvæmt hugmyndafræði Ikemeso er það gott fyrir samstarfsfélaga að gráta saman og á þessi stund að gera hópinn nánari. Allt er nú til!

Hér eru mennirnir sem hægt er að velja.

Hér eru mennirnir sem hægt er að velja.