FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er sko ekkert VENJULEGT salat… það á eftir að bjarga deginum ykkar – UPPSKRIFT

Þetta salat er ekki bara sjúklega fallegt á að líta heldur er það svo frískandi að þú átt eftir að hoppa og skoppa úr orkusveiflu. Algjör unaður!

Mandarínusalat

Hráefni – salat: 

170 g grænt salat

1 stór lárpera, skorin í litla bita

1 msk sítronusafi

1/3 bolli ristaðar pistastíuhnetur

425 g mandarínur

425 g rauðrófur, ferskar eða úr dós

geitaostur eða fetaostur, mulinn

Hráefni – dressing:

1/4 bolli nýkreistur appelsínusafi

1 1/2 msk hunang

1/2 tsk Dijon-sinnep

1/4 tsk salt

1/4 tsk laukduft

1/3 bolli olía

1/2 msk valmúafræ

Aðferð:

Setjið salatið í stóra skál. Bætið lárperunni og sítrónusafanum saman við. Bætið mandarínulaufunum við og síðan rófunum. Búið síðan til dressinguna. Blandið öllum hráefnum nema fræjum saman í blandara eða matvinnsluvél. Smakkið til og bætið fræjunum út í. Hellið dressingunni yfir salatið og toppið það síðan með hnetunum og geitaostinum.

PicMonkey-Collage2