FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er of gott til að vera satt… þetta eru SNICKERS-pönnukökur – UPPSKRIFT

Ef þetta fær bragðlaukana ekki til að tryllast þá vitum við ekki hvað gerir það. Þessi uppskrift er ein sú rosalegasta þarna úti!

Snickers-pönnukökur

Hráefni – pönnukökur:

1 1/2 bolli hveiti

1 msk sykur

1 tsk lyftiduft

3/4 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 egg

1 1/3 bolli súrmjólk

60 g bráðið smjör

2 Snickers-stykki, söxuð

olía

Hráefni – Snickers-síróp:

3 Snickers-stykki, söxuð

1/4 bolli rjómi

1/4 bolli hlynssíróp

Aðferð: 

Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti í skál. Blandið eggi og súrmjólk saman í annarri skál og blandið blöndunni saman við þurrefnin. Bætið því næst smjörinu saman við og hrærið vel. Blandið Snickers-bitunum saman við með sleif. Hitið pönnu með olíu yfir meðalhita og setjið um það bil tvær matskeiðar af deigi á pönnuna. Steikið þar til yfirborð pönnukökunnar er fullt af loftbólum, snúið pönnukökunni þá við og steikið þar til hún er tilbúin. Búið svo til sírópið með því að setja Snickers og rjóma í lítinn pott og bræða það saman yfir lágum hita. Takið blönduna af hellunni og hrærið sírópinu saman við.

snickers