FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er næstum því of gott til að vera satt… unaðsleg KARAMELLU-SÓSA… sem er vegan og inniheldur engan hvítan sykur – UPPSKRIFT

Við hjá Fréttanetinu erum miklir aðdáendur karamellusósu, sérstaklega karamellusósu sem er búið að salta aðeins. Okkur finnst hún góð með öllu!

En það eru ekki allir sem geta gúffað í sig rjómasósum eins og karamellusósu og því fundum við eina geggjaða karamellusósu sem hentar þeim sem eru vegan og er alveg laus við hvítan sykur.

Söltuð karamellusósa

Hráefni:

1 dós kókosmjólk

3/4 bolli kókossykur

1/2 tsk salt

1/2 msk kókosolía

2 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Setjið mjólkina, sykurinn og saltið í lítinn pott og náið upp suðu yfir meðalhita. Leyfið blöndunni að sjóða í 2 mínútur og lækkið síðan hitann og leyfið blöndunni að malla í 30 til 40 mínútur og hrærið oft í henni á meðan. Takið blönduna af hitanum þegar hún er búin að dökkna og þykkna. Hrærið olíunni og vanilludropunum saman við og leyfið sósunni að kólna aðeins áður en þið berið hana fram. Þið getið líka sett hana í ílát og geymt í ísskápnum í nokkra daga.