FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er hundrað prósent BANNAÐ BÖRNUM… klassísk uppskrift… tekin upp á æðra stig… með VISKÍI – UPPSKRIFT

Önnur hver manneskja hefur bakað bananabrauð úr þroskuðum banönum sem enginn vill borða.

Hér bjóðum við upp á bananabrauð þar sem leynihráefnið er viskí! Sjúklega gott en algjörlega bannað börnum!

Villt bananabrauð

Hráefni:

115 g mjúkt smjör

1/2 bolli púðursykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

3 þroskaðir bananar, maukaðir

2 msk viskí

1/4 bolli sýrður rjómi

1 3/4 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1/2 tsk kanill

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Blandið smjöri og sykri vel saman. Bætið eggjunum út í og hrærið vel. Bætið því næst vanilludropum, banönum, viskí og sýrðum rjóma saman við og hrærið vel saman. Blandið þurrefnum saman í annarri skál og blandið þeim varlega saman við bananablönduna. Hellið í brauðform og bakið í 60 til 70 mínútur.