FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er hugsanlega… einfaldasta EPLAKAKA í heimi… þvílík snilld – UPPSKRIFT

Það er fátt betra en ljúffeng eplakaka borin fram með rjóma eða vanilluís. Þessi eplakaka er svo einföld að hver sem er getur bakað hana og skiptir engu máli þó reynslan í eldhúsinu sé ekki mikil og löng.

Eplakaka

Mulningur – hráefni:

1/2 bolli hveiti

1/2 bolli haframjöl

1/2 bolli púðursykur

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk kanill

smá salt

75 g smjör, skorið í litla bita.

Eplafylling – hráefni:

3-4 stór epli, afhýðuð og skorin í þunnar sneiðar

3 msk brætt smjör

2 msk hveiti

1 msk sítrónusafi

3 msk mjólk

1/2 tsk vanilludropar

1/4 bolli púðursykur

1/2 tsk kanill

smá salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllum hráefnum í mulninginn saman þar til blandan er orðin að grófri mylsnu. Kælið í ísskáp á meðan þið búið til fyllinguna.

Blandið hveiti og smjöri vel saman í skál. Hrærið því næst sítrónusafa og vanilludropum vel saman við. Bætið púðursykri, kanil og salti saman við og hellið þessari blöndu yfir eplin og hrærið svo hún hylji eplin. Hellið eplablöndunni í form sem er 20 x 20 sentímetra stórt og dreifið mulningnum yfir. Bakið í 30 til 35 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið berið hana fram.