FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er geggjað fyrir VALENTÍNUSARDAGINN… og alveg ofureinfalt – MYNDBAND

Þetta konfekt er svo einfalt og tilvalið að gefa ástvinum á Valentínusardaginn.

Ástarsúkkulaði

Hráefni:

170 g hvítt súkkulaði, grófsaxað

1/2 bolli bleikt súkkulaði

226 g súkkulaði, grófsaxað

nammihjörtu og kökuskraut til að skreyta

Aðferð:

Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Bræðið hvíta og bleika súkkulaðið saman í örbylgjuofni. Passið að hræra á 20 sekúndna fresti þangað til súkkulaðið er bráðnað. Setjið til hliðar. Bræðið dökka súkkulaðið og hellið því á bökunarpappírinn. Dreifið úr því þannig að það myndi ferhyrning. Hellið hinni súkkulaðiblöndunni í línum ofan á (sjá myndband) og notið hníf eða tannstöngul til að blanda lögunum saman. Skreytið með nammihjörtum og skrauti og leyfið þessu að harðna við stofuhita. Brjótið þetta síðan í bita og gefið ástinni ykkar.