FréttanetiðHeimili

Þetta er FRÁBÆR leið… til að hafa skipulagið í lagi… á skrifstofunni eða heimilinu

Það er ofboðslega einfalt að búa til þessar litríku korktöflur og þær lífga ekki bara upp á tilveruna heldur koma líka skipulaginu í lag. Vantar þig verkefni fyrir helgina? Hér finnurðu það!

Eina sem þarf er:

Nóg af korkflísum

Skæri

Málning

Málningarbursti

Límband

Leiðbeiningar:

Skerið hverja korkflís í fjóra, jafnstóra ferhyrninga. Málið þá í hvaða lit sem þið viljið og leyfið þeim að þorna alveg. Raðið þeim saman á vegg og festið þá. Sniðugt er að festa nokkra saman með límbandi. Ekkert smá einfalt!

uploads-20150825T1921Z_acec64131e5a82e16584b28671507231-IMG_5044edit