FréttanetiðOMG

Þetta er fallegasta ÁSTARSAGA… sem þú lest í dag… Facebook klikkaði… og þau fundu hvort annað

Maður að nafni Schuler Benson opnaði Facebook-ið sitt einn dag árið 2009 og fékk algjört áfall. Hann var nefnilega ekki skráður inn heldur var hann skráður inn á reikning hjá konu að nafni Celeste Zendler. Konu sem hann hafði aldrei hitt og átti enga sameiginlega vini með. Hann reyndi eins og hann gat að skrá sig út af reikningnum hennar en það reyndist erfitt.

“Hún og ég höfðum aldrei hitt hvort annað, aldrei búið í sama fylkinu, áttum enga sameiginlega vini í raunverulega lífinu eða á netinu, deildum engum áhugamálum á Facebook. Af einhverjum ástæðum gat ég ekki skráð mig út af reikningi hennar,” segir Schuler um þennan örlagaríka dag.

Eftir dágóða stund af ringulreið náði hann að skrá sig út af reikningi Celeste eftir að hún sendi honum vinabeiðni.

“Hún sagðist ætla að eyða mér út nokkrum dögum seinna en svo kom í ljós að við áttum talsvert sameiginlegt,” segir Schuler.

Schuler og Celeste héldu vinskapnum áfram og töluðu saman reglulega næstu fjögur árin. Árið 2013 ákváðu þau að hittast sem varð til þess að þau urðu ástfangin. Stuttu seinna fluttu þau inn saman, þau trúlofuðu sig í fyrra og giftu sig í júní síðastliðnum.

“Ég fann lífsförunaut minn, besta vin minn, stóru ástina út af galla á samfélagsmiðli,” segir Schuler.

Turtildúfurnar á brúðkaupsdaginn.

Turtildúfurnar á brúðkaupsdaginn.