FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er enginn venjulegur morgunmatur… þetta er TRYLLTUR morgunmatur – UPPSKRIFT

Það er fátt leiðinlegra en að fá sér alltaf það sama í morgunmat. Af hverju ekki að prófa þennan tryllta morgunmat sem er stútfullur af dásamlegum hráefnum?

Bananasplitt

Hráefni:

1 banani

1 lítil jógúrtdós, helst með berjabragði

1/4 bolli múslí

1/2 lítið epli, skorið í litla bita

1 msk hunang

smá kanill

Aðferð:

Skerið bananann þveran og í fjóra bita. Setjið bananann á disk og setjið jógúrt, múslí og epli yfir. Hellið hunanginu yfir herlegheitin og drissið má kanil yfir.