FréttanetiðOMG

Þetta er EKKI prentvilla… hún lætur býflugur STINGA sig… í nafni fegurðarinnar

Leikkonan Gwyneth Paltrow er til í að prófa nánast allt til að halda sér unglegri og frísklegri. Í viðtali við New York Times segist hún meira að segja hafa prófað að láta býflugur stinga sig í nafni fegurðarinnar.

“Ég er alltaf tilraunadýrið. Ég verð að prófa allt,” segir hún og bætir við. “Ég hef látið býflugur stinga mig.”

Meðferðin sem Gwyneth vísar í felst í því að manneskja er stungin margoft af býflugum og á þetta að bæta blóðflæði, draga úr liðagigt og minnka rauð og bólgin svæði.

“Þetta er þúsund ára gömul meðferð sem heitir apitherapy,” segir leikkonan.

“Fólk notar þetta til að losna við bólgu og ör. Þetta er í raun magnað ef maður les sér til um þetta. En maður minn, þetta er sársaukafullt.”