FréttanetiðOMG

Þetta er ekki grín…það er FÁRÁNLEGA auðvelt að búa sjálfur til gloss – MYNDIR

Á bloggsíðunni Seven Thirty Three er gefin uppskrift að heimagerðu glossi og það er alveg fáránlega auðvelt. Hverjum hefði dottið það í hug!

Jello-gloss

Hráefni:

Jello (hvaða bragðefni sem er)

Ílát fyrir gloss

Kókosolía

Vaselín

Mæliskálar og -skeiðar

Aðferð:

Setjið jafnmikið af kókosolíu og vaselíni í skál sem þolir örbylgjuofn. Ef notaður er 1/2 bolli af hverju verður til nóg af glossi. Setjið skálina í örbylgjuofn í þrjátíu sekúndur og hrærið síðan þar til blandan er mjúk. Blandið 4 teskeiðum af olíublöndunni saman við 1 teskeið af jello-dufti og setjið blönduna í ílát. Leyfið þeim að vera yfir nótt og þá er glossið tilbúið.