FréttanetiðHeimili

Þetta er EKKI flókið… perlaðu geggjaðar glasamottur – MYNDIR

Maður þarf ekki alltaf að kaupa allt dýrum dómum inná heimilið. Stundum getur maður búið til æðislega hluti með því sem maður á heima við. Eins og til dæmis þessar sjúklega flottu Pac-Man-glasamottur.

Eina sem þú þarftt að eiga eru perlur, perlustatíf, bökunarpappír og straujárn. Svo bara perlarðu eftir einhverju sérstöku munstri sem í þessu tilfelli eru karakterar úr Pac-Man, setur bökunarpappír yfir myndina og straujar.

Svo skemmir ekki fyrir að krakkarnir geta hjálpað sem þeim finnst alveg svakalega mikið sport. Og fjölskyldan nýtur samverunnar. Fullkomið föndur.