FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er ekki FLÓKIÐ… hún gerir bestu vöfflur í heimi… og þær eru HOLLAR – UPPSKRIFT

Leikkonan og blaðakonan Lilja Katrín heldur úti bökunarblogginu Blaka en nú hefur hún alveg toppað sig með alveg fáránlega góðum vöfflum sem eru líka hollar!

Heilhveitivöfflur með karamellueplum

Hráefni – Vöfflur

bollar Kornax-heilhveiti

tsk sjávarsalt

tsk lyftiduft

bolli olía

2 Nesbú-egg

bollar mjólk (+ 2 msk)

msk brætt smjör

tsk vanilludropar

msk sýrður rjómi

Hráefni – Karamelluepli:

2 epli (skorin í sneiðar)

msk smjör

msk púðursykur

tsk rjómi

tsk vanilludropar

Hráefni – Sætur rjómaostur:

bolli mjúkur Philadelphia-rjómaostur

msk hlynsíróp

tsk vanilludropar

Aðferð – Vöfflur:
  1. Blandið öllum þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið olíu, eggjum, mjólk, smjöri, vanilludropum og sýrðum rjóma vel saman í annarri skál.
  3. Blandið þurrefnunum varlega saman við og passið að hræra ekki of vel saman, bara rétt þangað til allt er búið að blandast. 
  4. Skellið í vöfflujárnið og búið til karamellueplin á meðan vöfflurnar bakast.
Aðferð – Karamelluepli: 
  1. Bræðið smjör og púðursykur saman á pönnu yfir meðalhita.
  2. Þegar blandan byrjar að sjóða hellið þið rjómanum saman við og slökkvið á hellunni. 
  3. íðan blandið þið vanilludropunum saman við og loks er eplunum velt upp úr blöndunni. 
  4. Leyfið þessu að malla á heitri hellunni (ekki kveikja samt aftur á henni) á meðan þið gerið vöfflurnar, eða þar til eplin eru orðin mjúk viðkomu.
Aðferð – Sætur rjómaostur
  1. Blandið öllum hráefnum vel saman og berið fram með vöfflunum og eplunum.