FréttanetiðFréttir

Þetta er ekki bara þú… það er miklu ERFIÐARA… að einbeita sér á veturna samkvæmt nýrri rannsókn

Margir finna fyrir því að það sé erfitt að einbeita sér á vetrarmánuðunum og nú hefur rannsókn frá háskólanum í Liége í Belgíu staðfest að það er í raun erfiðara að halda einbeitingu á veturna.

Vísindamenn við háskólann eyddu fjórum og hálfum degi með 28 heilbrigðum einstaklingum inni á rannsóknarstofu og fjarlægðu allt sem gæti gefið til kynna hvaða árstíð væri – eins og til dæmis birtu. Þátttakendur fengu ekki að vita hvað klukkan sló og höfðu ekkert samband við umheiminn. Áður en þessir fjórir og hálfi dagur hófust fóru þátttakendur eftir sérstöku svefnplani en þegar rannsóknin byrjaði var svefn þeirra skertur af og til.

Vísindamennirnir fylgdust með heilavirkni þátttakenda á meðan þeir voru inni á rannsóknarstofunni og þátttakendur fengu einnig ýmis verkefni til að halda athygli og þjálfa minnið. Rannsóknin var endurtekin nokkrum sinnum yfir árið, á mismunandi árstíðum, með sömu þátttakendum.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að minni og einbeiting er betri yfir sumarið en verst yfir veturinn.