FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er eitthvað fyrir helgina… fáránlega auðveld UPPSKRIFT… að amerískum pönnukökum

Það er fátt betra en að vakna um helgar og gefa sér góðan tíma í að búa til gómsætan morgunmat. Þessar pönnukökur eru ofboðslega einfaldar og alveg hrikalega góðar með ferskum ávöxtum, rjóma og sírópi.

Amerískar pönnukökur

Hráefni:

1 bolli hveiti

1 msk sykur

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1 bolli mjólk

1 egg

2 msk olía

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Bætið eggi og mjólk vel saman við og leyfið deiginu að standa í korter. Hitið pönnu yfir háum hita með olíu. Þegar olían er orðin vel heit lækkið þá hitann aðeins og setjið slatta af deiginu á pönnuna, eða um það bil tvær fullar matskeiðar. Leyfið litlum loftbólum að myndast á yfirborðinu og snúið pönnukökunni við og bakið í smá stund á hinni hliðinni. Einfaldara getur það ekki verið.