FréttanetiðHeimili

Þetta er BESTA jólahugmynd… sem við höfum séð í langan tíma… auðvitað telur maður niður dagana með SMÁKÖKUM – MYNDIR

Jólamánuðurinn nálgast óðfluga og margir sem ætla að baka og föndra næsta sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu.

Þess vegna viljum við breiða út boðskapinn og sýna ykkur þetta sniðuga dagatal sem má borða upp til agna.

DSC_4599

Þetta er rosalega einfalt – þið bara hnoðið í uppáhaldsdeigið ykkar en þið verðið að passa að það stækki ekki í ofninum því þá eyðileggjast tölustafirnir. Piparkökudeig er fullkomið í þetta verkefni.

Fletjið deigið út og stingið út tölustafi. Takið síðan tannstöngul og búið til lítið gat fyrir þráð efst á hverjum tölustaf. Bakið kökurnar og leyfið þeim að kólna – gerið nokkrar auka ef einhverjar brotna.

Þræðið síðan þráð í gegnum götin á kökunum og hengið kökurnar upp í réttri röð, til dæmis á trjágrein.

DSC_4605
HÉR færðu svona piparkökumót –  netverslunin Kokka.is.