FréttanetiðHeimili

Þetta er BESTA HÚSRÁÐ… sem við höfum heyrt í langan tíma… svona læturðu ísskápinn þinn ilma stórkostlega… ALLTAF

Það eru afskaplega fáum sem finnst gaman að þrífa ísskápa en því miður þá þarf að gera það reglulega til að passa upp á hreinlætið á heimilinu.

En sumir lenda í því að þrífa ísskápinn sinn en losna ekki við vonda lykt eða þá að hreinsiefnalyktin breytist í hræðilega lykt þegar búið er að þrífa ísskápinn hátt og lágt.

En við erum með lausn við þessu. Þrífðu ísskápinn einfaldlega eins og þú ert vön/vanur, settu svo vanilludropa í bómullarhnoðra og þrífðu ísskápinn aftur með hnoðrunum. Við lofum að ísskápurinn þinn á eftir að ilma stórkostlega eftir vanillumeðferðina!