FréttanetiðFréttir

Þetta er ástæðan fyrir því… að þú LOKAR augunum… þegar þú KYSSIR einhvern

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér af hverju þú lokar augunum þegar þú kyssir einhvern sem þú ert heit/ur fyrir?

Ný rannsókn sem framkvæmd var af sálfræðingunum Polly Dalton og Sandra Murphy varpar ljósi á þetta. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er erfitt fyrir heilann okkar að einblína á önnur skilningarvit þegar sjónræn örvun truflar okkur. Þar af leiðandi þurfum við að loka augunum okkar þegar við kyssumst svo við getum notið þess líkamlega.

Polly og Sandra komust að þessu þegar þær báðu þátttakendur um að leysa erfiða leit að stöfum á meðan þeir fengu vægan titring í hendurnar. Þá kom á daginn að þátttakendur fundu ekki fyrir titringnum ef þrautirnar voru mjög erfiðar því augu þeirra einbeittu sér að þrautinni og heilinn líka.