FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta er ástæðan fyrir því… að þú átt ALDREI… að borða TÓMATSÓSU

Fjölmargir Íslendingar elska tómatsósu, hvort sem það er út á fisk, á pylsuna, á hamborgarann eða með frönskunum.

En það er ein ástæða fyrir því að þú átt aldrei að snerta tómatsósu og hér er hún:

Í einni matskeið af tómatsósu er meiri sykur en í súkkulaðibitaköku

Hljómar ótrúlegt? En nei, þetta er alveg satt. Í einni matskeið af tómatsósu eru 3,7 grömm af sykri sem er sama magn og er í einni, lítilli súkkulaðibitaköku. Þannig að þegar þú ert búin/n með frönskuskammtinn ertu búin/n að innbyrða nánast heilan kexpakka. Þannig að hættu í tómatsósunni og skiptu yfir í sykurminni sósur.