FréttanetiðFólk

Þetta er ástæðan fyrir því… að þú ættir ALLS EKKI að logga þig inn á FRÍTT WI-FI internet

Það er auðvelt að finna frítt internet á svokölluðum hot spot Wi-Fi stöðum út um allan heim. Þú ert eflaust ein/n af þeim sem loggar þig inn í gegnum símann þinn hvar sem þú getur ef frítt internet stendur til boða.

En það er eitt sem þú skalt reikna með þegar þú notast við ókeypis Wi-Fi og það eru hakkararnir sem vinna við að komast inn á símann þinn um leið og þú loggar þig inn þar sem þú þarft ekki að slá inn lykilorð.

Þessir hakkarar sækja upplýsingarnar þínar á símann þinn og fylgjast nákvæmlega með því hvað þú aðhefst.

En hvað er það sem þessir hakkarar eru að sækjast eftir?  ,,Myndböndin, myndir, kennitölur, upplýsingar um tryggingarnar þínar, upplýsingarnar um kreditkortið þitt, farsíma greiðslur og fleira er það sem hakkararnir leitast eftir þegar þeir fara í gegnum farsímann þinn,” segir Varun Kohli tölvuöryggis sérfræðingur.

Frítt internet er eitt helsta aðdráttarafl veitinga- og kaffihúsa í heiminum í dag.  Times Square í New York er efst á lista yfir óöruggustu staðina þar sem frítt internet er í boði og The Hollywood Walk of Fame er ein auðveldasta staðsetning fyrir símahakkara. Þá er svæðið umhverfis Notre Dame dómkirkjuna í París í Frakklandi og helstu skemmtigarðarnir í Kaliforníu og staðirnir umhverfis Vatíkanið í Róm ákjósanlegir staðir fyrir símahakkara.